Busaferðin sem ég mætti í!

Já ég held að mér beri að nefna að það var mjög gaman í busaferðinni sem ég nennti ekki í. Þrátt fyrir það að stúlkan hafi bara sofið tæpa þrjá tíma að þá bætti margt svefnleysið upp.

Þess má geta að ég lenti í skemmtilegustu biðröð sem hægt er að hugsa sér þegar beðið var eftir matnum. Lenti á fullkomnum stað þar sem ekki var hikað við að fara í leiki við hvern sem er og spurt um nafn seinna.

Spjallað var alla nóttina í teppalögðum stiga og þegar fólk er samankomið úr Menntaskólanum við Hamrahlíð vantar ekki skemmtunina.

Þarna voru hinir færustu píanóleikarar og þar sem á staðnum var píanó var aldrei þögn.

Ég er að meina það, allt frá jazztónum og út í klassík og rokk barst til minna eyrna þessa nótt.

Svo voru þarna tvær snótir sem sýndu sirkuslistir sínar því þær tilheyra einmitt einum slíkum. Og fimleikamenn sem fundu hentugan stað til að taka nokkur heljarstökk til fagnaðar áhorfenda.

Ég þakka bara kærlega fyrir mig og ætla að fara að hafa mig til fyrir skólann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að heyra að það var gaman. Ég keypti peysuna fyrir þig í UK. Ég skal skutla henni til þín á fimmtudaginn þegar ég fer upp í sveit í tennis.

Kv. Þórhildur

Þórhildur (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Æði!!! láttu mig vita hvert verðið á henni var og ég verð reddý með greiðsluna

Valgerður Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband