Heima hjá mér vil ég vera!

Ég á að vera að gera eitthvað annað......eeenn ég nenni því ekki. Þarf að hafa mig til og pakka ofan'í tösku fyrir helvítis óvissuferð sem verið er að fara með skólanum. Örugglega svaka stuð fyrir utan það að ég veit að þarna verður ekkert sofið. Og svo er ég ansi önug með það að fara frá heimilinu mínu (there's no place like home) og yndislega rúminu mínu sem ég er farin að heilsa ansi snemma á kvöldin upp á síðkastið.

Oftar en ekki er ég hin mesta félagsvera og gaman er að vera með fólki...í hófi!!!

Nú vil ég taka mér það bessaleyfi og vera væmin. Það eru fáir staðir sem mér líður eins vel og þegar ég er heima hjá mér og það fólk sem mér finnst best og skemmtilegast að vera með er allt samankomið heima hjá mér!

Já, hægt er að draga þá meistaralegu ályktun að ég nenni ekki að fara og eyða föstudagskvöldi og megninu af laugardegi með fólki sem ég þekki ekki rassgat en ég veit það verður líklega ekki eins skelfilegt og ég hugsa núna.

 Jæja, best að setja í fimmta og klára þetta helvíti.

Adios og góða helgi

Ps. Sofið kannski svoldið extra og reynið að senda mér svefninn með hugskeyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Góða skemmtun

Dísa Dóra, 5.9.2008 kl. 09:04

2 identicon

Hvort langar þig meira

A: að muna eftir þessum föstudegi og laugardegi eins og hverjum öðrum föstudegi og laugardegi heima hjá þér. Átt að öllum líkindum eftir að gleima þeirri stund á korteri.

eða

B: Busaferðinni þar sem þú kynntist fullt af nýju og áhugaverðu fólki og hafðir gaman mest allan tíman og átt alltaf eftir að muna eftir.

?

Ég vel B án efa þetta var rosaleg ferð og bara takk fyrir mig

Kv. Ýr

Ýr (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband